Um Tau frá Tógó

Tau frá Tógó er góðgerðarfélag sem selur vörur sem saumaðar eru á saumastofu heimilis systur Victorine fyrir munaðarlaus börn í Glidji, Tógó.

Á heimilinu er starfrækt saumastofa sem er einskonar iðnskóli fyrir eldri börnin á heimilinu. Þar læra þau að sauma undir handleiðslu kennara. Tau frá Tógó kaupir af þeim vörur og nota þau ágóðann í rekstur heimilisins.

Ágóði af sölu Tau frá Tógó á Íslandi er notaður til að kaupa fleiri vörur og halda þannig framleiðslunni gangandi og svo til að greiða fyrir menntun barnanna á heimilinu. Frá árinu 2012 hefur Tau frá Tógó því styrkt börnin sem búa á heimili systur Victorine til náms. Á hverju ári er greitt fyrir skólabækur, skólabúninga (sem saumaðir eru á saumastofunni) og stundum hefur einstaka nemandi fengið styrk í framhaldssnám.

Tau frá Tógó er rekið af sjálfboðaliðum og ábyrgðarmaður félagsins er Guðný Norðdahl Einarsdóttir. Í stjórn sitja einnig Kristín Jónsdóttir, Lilja Steingrímsdóttir, Helga Guðný Árdal og Guðrún C. Emilsdóttir.